fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

CharityShirts.is: Fótboltamenn gefa treyjur til styrktar góðum málefnum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. september 2018 15:00

Anna Björk Eðvarðsdóttir formaður Hringskvenna tekur við 39.000 kr. frá Sturlaugi, sem safnaðist vegna treyju Kára Árnasonar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson standa að vefsíðunni CharityShirts.is þar sem fótboltamenn gefa eigin treyjur til styrktar góðu málefni. Ein treyja er í boði í einu, viðkomandi leikmaður velur sér góðgerðarfélag og rennur allur ágóði til þess félags.

„Við erum tveir strákar af Seltjarnarnesi sem höfum verið að vinna að skemmtilegum verkefnum saman. Bæði hafa þessi verkefni verið fyrir okkur og önnur fyrirtæki,“ segir Sturlaugur. Þeir eru báðir 27 ára, Sturlaugur starfar sem flugþjónn og Ivan sem tölvunarfræðingur og ólust þeir upp saman í Gróttu, þar sem þeir spiluðu fótbolta.

Sturlaugur og Ivan Elí.

„Okkur fannst þetta skemmtilegt verkefni og þessi leið hefur ekki verið farin áður, oftast er þetta fast verð sem fyrirtæki og efnaðir hafa kannski meiri aðgang að, sem er gott mál, en okkur fast áhugavert að prófa að fara þá leið að allir geti tekið þátt,“ segir Sturlaugur aðspurður af hverju þessi leið var farin til að láta gott af sér leiða. „Við þekkjum einhverja af þessum leikmönnum, höfum keppt á móti öðrum og erum með tengingu við fleiri, einnig hafa atvinnumenn/konur verið jákvæð þegar við höfum nálgast þau til að fá treyjur.

Þetta fer þannig fram að viðkomandi leikmaður velur sér góðgerðarfélag og rennur allur ágóði af hans treyju til þess félags,“ segir Sturlaugur. „Nýr leikur byrjar annað hvert mánudagskvöld og stendur í tvær vikur, og er dregið á Facebook „live“ klukkan 19 annan hvern mánudag. Þeir sem vilja eignast treyjuna kaupa lottómiða, einn miði kostar 1.000 kr. og fær viðkomandi tölvupóst með sínu lukkunúmeri/um.“

Þessa vikuna og fram á mánudag er uppboð á treyju Sifjar Atladóttur, landsliðskonu og leikmanns með sænska liðinu Kristianstads DFF. Sif var Íslandsmeistari með Val árin 2007, 2008 og 2009, hún hefur leikið 76 leiki með íslenska kvennalandsliðinu og lék með því á Evrópumeistaramótinu árin 2009, 2013 og 2017. Hún hefur þegar leikið 134 leiki með Kristianstads DFF.

Sif er með áritaða íslenska landsliðstreyju frá EM 2017 á móti Frakklandi. Sif valdi að ágóði af hennar treyju myndi renna til Krabbameinsfélags Íslands.

Þeir sem þegar hafa gefið treyju og völdu sér góðargerðarfélag eru Aron Jóhannsson (Barnaspítali Hringsins), Rúnar Alex Rúnarsson (Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna), Kári Árnason (Barnaspítali Hringsins), og Andri Rúnar Bjarnason (Parkinsonsamtökin).

Þegar uppboði Sifjar lýkur á mánudagskvöld kl. 19, tekur næsta uppboð við. Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason tekur þá við og gefur treyju til styrktar góðu málefni.

Ljósmynd: DV/Hanna

Fylgjast má með CharityShirts bæði á heimasíðu og Facebook-síðu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs