fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433

Morðhótanir í garð fjölskyldu og barna Ramos hafa borist eftir baráttu hans við Mo Salah

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. september 2018 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos fyrirliði Real Madrid hefur mátt þola talsvert eftir úrslit Meistaradeildarinnar í maí, á þessu ári.

Ramos átti frábæran leik í vörn Real Madrid þegar liðið vann sigur á Liverpool í úrslitaleiknum.

Í fyrri hálfleik var hann í baráttu við Mohamed Salah kantmann Liverpool sem varð fyrir því óláni að meiðast á öxl. Stuðningsmenn Liverpool vildu kenna Ramos um hvernig fór.

,,Ég heyri þetta alveg en þetta hefur ekki áhrif á leik minn,“ sagði Ramos eftir landsleik gegn Englandi á laugardag þar sem baulað var á hann.

,,Ég hefði viljað öðruvísi móttökur, fólk man bara eftir einu atviki úr þessum úrslitaleik. Það virðist ekki neinn muna eftir því að fjölskylda mín og börn fengu morðhótanir.“

,,Ég hef áður útskýrt hvað gerðist og ég þarf ekki að fara yfir þetta mál oftar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar