fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Líf hryllir við dauða langreyðarfósturs: „Þetta er svo mikil sturlun. Ég vil að hvalveiðum verði hætt og að allar hvalategundir verði friðaðar.“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 18:30

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem bera hag hvala fyrir brjósti brá mörgum í brún þegar þegar fréttist af því að kálffull langreyður veiddist á dögunum. Í dag greindi Morgunblaðið frá því að samtals 11 fóstur hafi komið í ljós við hvalveiðar í sumar, samkvæmt Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf., og því sé slíkt engin nýlunda.

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, sem komst í fréttirnar fyrir að ulla á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á dögunum, virðist þó hafa komist í nokkuð uppnám við lestur fréttarinnar, því hún skrifar færslu við grein Morgunblaðsins þar sem hún lýsir því yfir að hún vilji friða allar tegundir hvala:

„Þetta er svo mikil sturlun. Ég vil að hvalveiðum verði hætt og að allar hvalategundir verði friðaðar.“

Í lögum um hvalveiðar er bannað að veiða hvalkálfa, en hvergi er bannað að veiða kálffullar hvalkýr, þar sem engin leið er að greina slíkt ástand.

Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt hvalveiðar eðlilegar , en viðhorf hennar stangast þó á við samþykktir VG á flokksþingi þess frá 2015, þar sem eindregið er lagst gegn þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?