fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Tónleikasýning Lady Gaga byrjar í Las Vegas í desember

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember bætist ein söngdívan enn í hóp þeirra sem bjóða upp á tónleikasýningar í Las Vegas. Lady Gaga byrjar sína sýningu í Park Theater þann 28. desember næstkomandi og er sýningin sú fyrsta af 27 sem búið er að tímasetja.

Og Lady Gaga gerir meira en fyrirrennarar hennar, Celine Dion, Jennifer Lopez og Britney Spears, því hún mun bjóða upp á tvenns konar sýningar.

Sýningin Lady Gaga Enigma mun leggja áherslu á vinsælustu og „hressustu“ lög hennar, á meðan Lady Gaga Jazz & Piano mun leggja áherslu á rólegri lögin. Miðasala hefst 13. ágúst.

Gaga hefur unnið til sex Grammy verðlauna og er þekkt fyrir danslög eins og Poker Face og Born This Way. Hún gaf einnig út jazzplötu með Tony Bennett.

Söngkonan leikur einnig annað aðalhlutverka myndarinnar A Star is Born á móti Bradley Cooper, sem einnig leikstýrir myndinni og er annar handritshöfunda. Myndin byrjar í sýningum í Bandaríkjunum þann 5. október.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Slæm tíðindi fyrir Vestra

Slæm tíðindi fyrir Vestra
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina