fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Halldór Auðar segir búrkubann rökleysu: „Kúgun verður ekki upprætt með frekari kúgun“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 15:26

Samsett mynd: DV/Wikimedia commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, segir það rökleysu að banna búrkur á almannafæri í nafni umhyggju gagnvart konunum sem bannið beinist að. Svokallað búrkubann tók gildi í Danmörku í gær, verður þeim sem hylja andlit sitt á almannafæri gert að greiða 17 þúsund krónur í sekt. Lögreglan í Danmörku hefur þó gefið það út að lögunum verði ekki framfylgt af hörku. Hér á landi hefur komið upp umræða um að banna búrkur, er þá iðulega talað um búrku sem kúgunartæki karla gagnvart konum. Halldór segir slíkt rökleysu:

„Refsilöggjöf snýst eðli málsins samkvæmt aldrei um umhyggju í garð þeirra sem hún beinist gegn, sama þó reynt sé að klæða hana í slíkan orðræðubúning. Hún snýst um kúgun og stjórnun,“ segir Halldór á Fésbók. Segir hann frjálslynt fólk aldrei getað samþykkt slíkt, ekki frekar en að refsa konum í vændi:

„Kúgun verður ekki upprætt með frekari kúgun. Týpan sem trúir því að heimurinn virki þannig er sama týpa og telur að ofbeldi sé góð uppeldisaðferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar