fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

„Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram“

Vigdís Hauksdóttir segist ekki kannast við aðför gegn Sigmundi Davíð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. september 2016 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kannast ekki við neitt af þessu – mér var sem betur fer haldið utan við þessa ógeðslegu aðför – nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráðum við formann flokksins – það var í það minnsta ekki allur þingflokkurinn,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þegar hann mætti á þingflokksfund á þriðjudegi tveimur dögum eftir Kastljósþáttinn örlagaríka, þá hafi þingflokkurinn verið búinn að taka þá ákvörðun að biðja varaformanninn og þingflokksformanninn að fara til Sjálfstæðisflokksins og óska eftir áframhaldandi stjórnarsamstarfs en setja forsætisráðherrann af.

Sigurður Ingi hefur nú lýst því yfir að hann muni gefa kost á sér til formennsku í flokknum, en hann býður sig fram gegn sitjandi formanni Sigmuni Davíð Gunnlaugssyni.

Samflokkskona Vigdísar, Silja Dögg, virðist undrandi á færslunni og skrifar við hana „Varstu ekki á fundinum“?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Í gær

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Í gær

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Í gær

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér