fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Smásagnasamkeppni í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. desember næstkomandi eru liðin 70 ár síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af 48 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars Íslandi. Af því tilefni hafa nokkrir aðilar tekið sig saman um að efna til smásagnasamkeppni tengdri mannréttindum.

Samkeppnin er opin öllum. Engar sérstakar kröfur eru gerðar um efni sagnanna, einungis að þær fjalli á einn eða annan hátt um mannréttindi, nú eða skort á þeim, og allt þar á milli. Þriggja manna dómnefnd mun taka við innsendum verkum og verður farið í einu og öllu eftir reglum Rithöfundasambands Íslands um slík verk.

Þetta voru ótrúlega þýðingarmikil tímamót í mannkynssögunni, að algild mannréttindi væru samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, árið 1948. Við tökum mannréttindum á Vesturlöndum sem gefnum, en síðustu ár hafa látið á sér kræla raddir sem tala gegn þeim, og gegn alþjóðasamstarfi eins og Sameinuðu þjóðunum. Því viljum við hvetja til umræðu í samfélaginu um mannréttindi frá sem flestum sjónarhornum. Við þurfum öll að sporna við þjóðernissinnaðri hatursorðræðu, og fólki sem hvetur til illrar meðferðar á þeim sem veikastir eru fyrir eða skera sig úr,“

segir Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.

Vinningshafinn hlýtur að launum þriggja vikna dvöl í Evrópu á næsta ári, en nákvæmari staðsetning verður ákveðin í samráði við vinningshafann. Dvölin er hugsuð sem vinnuferð, þar sem höfundur getur unnið frekar að ritstörfum. Ferðir og uppihald innifalið.

Senda má inn sögur allt fram til 10. október 2018. Ef ekki berast nægilega góðar sögur áskilur dómnefnd sér rétt til að hafna öllu innsendu efni. Miðað er við að sögurnar verði bilinu 1.500 til 5.000 orð að lengd. Nánari útlistun á tæknilegum skilyrðum má finna á heimasíðu Rithöfundasambandsinssem hefur umsjón með framkvæmd samkeppninnar. Hverri sögu skal skila í 3 eintökum undir dulnefni. Með skal fylgja umslag merkt með dulnefninu sem inniheldur nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang höfundar. Einungis umslög sem fylgja sögum sem fá verðlaun verða opnuð og öllum gögnum verður fargað að keppni lokinni.  Sögurnar mega ekki hafa birst áður. Greint verður frá niðurstöðum samkeppninnar og verðlaun veitt mánudaginn 10. desember 2018.

Að samkeppninni standa sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, Rithöfundasamband Íslands, og Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.

Sögum skal skilað með eftirfarandi utanáskrift:

Smásagnasamkeppni í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar

Gunnarshúsi

Dyngjuvegi 8

104 Reykjavík

Dómnefnd skipa þau Ástráður Eysteinsson prófessor, Gauti Kristmannsson prófessor og Halldóra K. Thoroddsen rithöfundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United og Arsenal vilja bæði enska landsliðsmanninn

United og Arsenal vilja bæði enska landsliðsmanninn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar