fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Titringur vegna formannskjörs

Flokksþing Framsóknarflokksins hefst á laugardag

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2016 07:30

Flokksþing Framsóknarflokksins hefst á laugardag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil titringur er í röðum Framsóknarmanna í aðdraganda flokksþings flokksins um helgina. Kosið verður í embætti á fundinum en ljóst er að í það minnsta tveir gefa kost á sér í stól formanns. Það eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sitjandi formaður, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins.

Miklir flokkadrættir hafa verið að teiknast upp innan flokksins eftir að Sigurður Ingi tilkynnti framboð sitt í síðustu viku. Þannig hafa þingmenn flokksins verið að raða sér upp í fylkingar bak við formannskandídatana síðustu daga.
Í gær birtust svo tvær skoðanakannanir sem sýna báðar að Sigmundur nýtur eilítið meiri stuðnings kjósenda Framsóknarflokksins í formannsstól en Sigurður Ingi. Í könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera og Fréttablaðið birti kemur hins vegar í ljós að um 40 prósent stuðningsmanna annarra flokka segja að þeir væru líklegri til að kjósa flokkinn með Sigurð Inga í brúnni. Samsvarandi tala í tilfelli Sigmundar er aðeins 8,6 prósent. Í könnun Viðskiptablaðsins kemur einnig fram að stuðningur við Sigurð Inga er umtalsvert meiri hjá þeim sem styðja aðra flokka.

Í úttekt DV í dag kemur svo í ljós að áhrifafólk í öðrum stjórnmálaflokkum getur ekki hugsað sér að starfa með Framsóknarflokknum í ríkisstjórn undir forystu Sigmundar. Kosningin fer fram á sunnudaginn 2. nóvember og má búast við að úrslit liggi fyrir upp úr hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum