fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Gísli Halldór ráðinn bæjarstjóri Árborgar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengið hefur verið frá ráðningu Gísla Halldórs Halldórssonar í starf bæjarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar. Gísli Halldór er 51 árs gamall og hefur undanfarin fjögur ár starfað sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Áður var Gísli Halldór forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 2006 til 2014, auk þess að gegna formennsku í ýmsum ráðum og nefndum á vegum bæjarins.

Gísli Halldór lauk Cand. Oecon prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og námi í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólanum á Akureyri árið 2010. Maki Gísla Halldórs er Gerður Eðvarsdóttir fjármálastjóri Snerpu og eiga þau þrjú uppkomin börn.

Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í Árborg í síðustu kosningum, en S listi Samfylkingarinnar, B listi Framsóknar, M listi Miðflokks og Á listi Áfram Árborg, mynda meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.

Alls var auglýst eftir bæjarstjórastöðum í 14 sveitarfélögum eftir kosningarnar í maí. Gísli sótti um bæjarstjórastöður í sjö þeirra og sannaðist því hið fornkveðna, að miði er möguleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar