fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Gagnrýnir áhrif nýrra persónuverndarlaga á viðskiptalífið: „Þetta er eitthvað öfugsnúið“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir ný persónuverndarlög á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefnið er að Kauphöllin, Nasdaq Ísland hyggst hætta að birta lista yfir 20 stærstu hluthafa í fyrirtækjum, vegna hinna nýju persónuverndarlaga, en Kauphöllin telur að listinn uppfylli ekki skilyrði laganna. Félögin munu sjálf geta birt listana á sínum heimasíðum, liggi samþykki hluthafanna fyrir.

Óli Björn er gagnrýninn á þessi nýju lög:

„Þetta er eitthvað öfugsnúið. Ef ný persónuverndarlög verða til þess að minnka gegnsæi á hlutabréfamarkaði er þau að vinna gegn heilbrigðum viðskiptaháttum. Það tók áratugi að berjast fyrir því að stærstu fyrirtæki landsins birtu hluthafalista sína. Hörður Sigurgestsson, þáverandi forstjóri Eimskipafélagsins braut ísinn. Heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður er mikilvægur en forsenda þess er að traust ríki. Og traust næst ekki nema gegnsæi sé tryggt.“

Samkvæmt Fréttablaðinu hefur eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, tekið listann úr birtingu á heimasíðu sinni. Önnur félög eru enn með listann í opinberri birtingu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd