fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Bæjarstjórastóll Grindavíkur eftirsóttur – Bæjarstjórinn meðal umsækjenda

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 12:19

Mynd-Grindarvíkurbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls bárust 20 umsóknir um stöðu bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, en umsóknarfrestur um starfið var til 11. júlí. Bæjarráð fór yfir málið á fundi sínum í gær og mun vinna málið áfram í samvinnu við ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki Hagvang sem heldur utan um ferlið, að því er fram kemur á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Meðal umsækjenda eru Björn Ingi Jónsson, fyrrum bæjarstjóri Hornarfjarðar, sem er í ótímabundnu leyfi frá bæjarstjórn þar. Þá er Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, einnig meðal umsækjenda, sem og Ólafur Örn Ólafsson, fyrrum bæjarstjóri í Grindavík og Ölfusi. Þá er Þorsteinn Gunnarsson, sveitastjóri Skútustaðarhrepps, einnig meðal umsækjenda.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn eru í meirihluta bæjarstjórnar. Fannar Jónasson var ráðinn bæjarstjóri í byrjun árs 2017 og tók við af Róberti Ragnarssyni, sem var látinn taka poka sinn, meðal annars vegna ákvörðunar sinnar um að leigja út húsnæði sitt í Grindavík á Airbnb og flytja á endanum til Reykjavíkur.

 

Ör bæjarstjóraskipti

Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, hefur sínar skoðanir á örum bæjarstjóraskiptum í sveitarfélaginu. Hann segir ekki alla flokka fá að koma á ráðningunni og spyr hvað verið sé að fela:

„Saga bæjarstjóra Grindavíkur Frá því að ég kom til Grindavíkur 1997. Jón Gunnar ráðinn af Sjálfstæðisflokk og rekinn af Framsókn sem ræður Einar Njálsson sem var virkilega vel liðinn í bænum svo komust Sjálfstæðismenn til valda og ráku hann og réðu Ólaf Örn sem var rekin af framsókn og Samfylkingu sem réðu Jónu Kristínu sem sjálfstæðismenn ráku og réðu aftur Ólaf Örn sem var svo rekinn næst þegar framsókn komst til valda sem svo réðu Róbert Ragnars sem var svo rekin af sjálfsstæðismönnum sem brugðu á það ráð að ráða Fannar um mitt síðasta tímabil og núna fara framsóknarmenn fram á að hann verði rekinn og sjálfstæðismenn ætla að lúffa fyrir framsókn þó svo að sjálfstæðismenn séu þrír á móti einum framsóknarmanni. Reyndar hef ég heyrt að Gummi tannlæknir sé í liði með framsókn í þessu máli. Fyrir mig sem íbúa í Grindavík lítur þetta alls ekki vel út. Finnst ykkur kæri meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur það skrítið að fólkið sé farið að gera grín af ykkur? Til að kóróna allt allt saman þá fá ekki allir flokkar að koma að ráðningaferlinu á nýjum bæjarstjóra. Hvað er verið að fela núna.“

 

Umsækjendur í stafrófsröð:

Anna Greta Ólafsdóttir – Stofnandi og sérfræðingur stjórnendalausna

Ármann Jóhannesson – Ráðgjafi

Áróra Jóhannsdóttir – Eigandi / sölumaður

Baldur Þ. Guðmundsson – Útibússtjóri

Bjarni Óskar Halldórsson – Framkvæmdastjóri

Björn Ingi Jónsson – Bæjarstjóri

Fannar Jónasson – Bæjarstjóri

Guðrún Pálsdóttir – Verkefnastjóri

Gunnar Bjornsson – Forseti í fullu starfi / verkefnastjóri

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir – Nefndarmaður

Matthias Magnusson – Framkvæmdastjóri

Ólafur Örn Ólafsson – Fv. bæjarstjóri

Ómar Smári Ármannsson – Aðstoðaryfirlögregluþjónn

Rebekka Hilmarsdóttir – Lögfræðingur/Staðgengill skrifstofustjóra

Regina Fanny Gudmundsdóttir – Deildarstjóri reikningshalds

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson – Framkvæmdastjóri

Valdimar Leó Friðriksson – Framkvæmdastjóri

Þórður Valdimarsson – Verkefnastjóri

Þorsteinn Gunnarsson – Sveitarstjóri

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir – Framkvæmdastjóri íþróttasviðs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“