fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Framboðsslagurinn setur svip sinn á Eyjar

– Vestmannaeyingar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins slást um atkvæðin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. september 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboðsslagurinn í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi er nú í hámarki eins og íbúar Vestmannaeyja hafa fengið að kynnast síðustu daga. Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sækist eftir að leiða lista flokksins í kjördæminu og opnaði hann kosningaskrifstofu í Eyjum á þriðjudag. Stuðningsmenn Árna Johnsen, fyrrverandi þingmanns og söngvara, hafa strengt borða milli tveggja ljósastaura í bænum með slagorðinu „Árna fyrir Eyjar“.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram á laugardaginn. Árni sækist eftir forystusæti og mun því keppa við Pál í prófkjörinu sem og annan Eyjamann og þingmann, Ásmund Friðriksson. Þingmaðurinn fyrrverandi fór mikinn skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og sakaði nokkra meðframbjóðendur sína um ósiðleg vinnubrögð. Í auglýsingu sem Árni birti í Morgunblaðinu á miðvikudag nefnir hann 23 baráttumál sem hann hyggst leggja áherslu á nái hann inn á þing. Eitt þeirra er vinna að jarðgangagerð til Vestmannaeyja.

Páll Magnússon bauð stuðningsmönnum sínum í kosningamiðstöð sína í húsinu Baldurshaga í Eyjum og bauð þar upp á súpu og kleinur. Utan á húsinu má sjá stóra mynd af útvarpsstjóranum með Heimaklett og bæinn í baksýn.

Þeir flokksfélagar eru ekki tveir um hituna því þungavigtarmennirnir Ásmundur Friðriksson og Ragnheiður Elín Árnadóttir sækjast einnig eftir fyrsta sætinu í kjördæminu. Prófkjörið fer fram á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Í gær

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu