fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Tveir karlar og kona ákærð fyrir ofbeldi og að nauðga karlmanni með kústskafti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 19:00

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlar og kona hafa verið ákærð fyrir að hafa beitt karlmann á fertugsaldri ofbeldi og nauðgað honum í húsi í Eidskog sem er austan við Osló í Noregi. Þetta gerðist í desember 2016. Karlarnir eru á þrítugs- og fimmtugsaldri en konan er á þrítugsaldri.

TV2 segir að fólkið sé allt ákært fyrir ofbeldisbrot gegn manninum. Hann var sleginn í andlitið, höfuðið og bringu. Hin ákærðu eru sögð hafa notað hnúajárn og kústskaft við ofbeldið.

Konan og yngri maðurinn eru ákærð fyrir kynferðisbrot með því að hafa neytt manninn til að liggja á fjórum fótum. Síðan er konan sögð hafa ýtt kústskafti upp í endaþarm hans.

Norska lögreglan komst á snoðir um málið þegar hún aðstoðaði sænsku lögregluna við rannsókn á grófri nauðgun sem átti sér stað í Charlottenberg í Svíþjóð, nærri norsku landamærunum.

Konan, sem er ákærð í norska málinu, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir málið í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna