fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Dæmdur til dauða: „Þú, Dan, ert heigull“

Daniel Wozniak var handtekinn í eigin steggjapartýi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. september 2016 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Kaliforníu dæmdi á föstudag 32 ára karlmann, Daniel Wozniak, til dauða fyrir að myrða nágranna sína árið 2010. Fórnarlömbin í málinu hétu Samuel Herr, 26 ára, og kærasta hans, Juri Kibuishi, 23 ára.

Saksóknarar sögðu fyrir dómi að kveikjan að morðunum hafi verið peningaskortur Daniels. Í frétt Los Angeles Times kemur fram að Daniel hafi ekki haft efni á að halda brúðkaup og fara í brúðkaupsferðina sem hann dreymdi um. Til að bæta úr því myrti hann nágranna sinn, fyrrnefndan Samuel Herr, og ætlaði hann sér að stela 62 þúsund Bandaríkjadölum sem Samuel hafði safnað sér eftir herþjónustu í Afganistan.

Daniel er sagður hafa skotið Samuel til bana í yfirgefnu leikhúsi áður en hann sundurlimaði lík hans. Því næst notaði hann síma Samuels til að lokka kærustu hans, Juri, til sín. Þegar hún kom í umrætt leikhús skaut hann hana til bana.

Nokkrum dögum síðar var Daniel handtekinn eftir að hann reyndi að taka út peninga úr hraðbanka með korti Samuels. Í frétt OC Register kemur fram að Daniel hafi verið handtekinn í eigin steggjapartýi.

„Þú, Dan, ert heigull og ástæða þess að dauðarefsing er nauðsynleg í Kaliforníu,“ sagði faðir Samuels áður en dómur var kveðinn upp. Unnusta Daniels á þessum tíma, Rachel Buffet, hefur verið ákærð fyrir að leggja unnusta sínum hjálparhönd eftir voðaverkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga