fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Fleiri líkamsleifar á lóð garðyrkjumannsins

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. júlí 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsleifar hafa fundist á lóð sem kanadíski garðyrkjumaðurinn Bruce McArthur hafði aðgang að, en Bruce þessi er talinn vera einn afkastamesti fjöldamorðini í sögu landsins. Hann er grunaður um að hafa myrt minnst átta karlmenn á nokkurra ára tímabili.

McArthur var handtekinn 18. janúar en lögregla telur að hann hafi myrt samkynhneigða karlmenn og komið líkamsleifum þeirra fyrir í blómapottum meðal annars.

Lögreglan telur að McArthur hafi komist í kynni við karla í gegnum stefnumótaöpp og síður og hafi síðan hitt þá á börum í Gay Village hverfinu í Toronto. Hann er talinn hafa myrt mennina frá 2010 til 2017. Lögreglan hóf í vor rannsókn á 15 óleystum mannshvörfum frá 1975 til 1997 til að kanna hvort McArthur tengist þeim.

Líkamsleifarnar fundust í garði húss í Toronto en í umræddu húsi var áhaldageymsla fyrirtækis hans. Að sögn lögreglu hafa ekki enn verið borin kennsl á líkamsleifarnar sem fundust.

Kennsl hafa verið borin á sjö karlmenn; Selim Esen, Skandaraj Navaratnam, Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Abdulbasir Faizi og Kirushna Kumar Kanagaratnam. Áttunda mannsins sem Bruce er grunaður um að hafa myrt, Majeed Kayhan, er enn saknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna