fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fókus

Julia Roberts færir sig af tjaldinu á sjónvarpsskjáinn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. júlí 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna á borð við Juliu Roberts birtist í sjónvarpsþáttum, en í haust verða þættirnir Homecoming með henni í aðalhlutverki frumsýndir á Amazon.

Homecoming er sálfræðitryllir leikstýrður af Sam Esmail, leikstjóra Mr. Robot, gert eftir podcasti Eli Horowitz og Micah Bloomberg. Roberts leikur Heidi Bergman, sem vinnur hjá Homecoming Transitional Support Center, miðstöð sem hjálpar hermönnum að aðlagast borgaralegu lífi.

Walter Cruz, leikinn af Stephan James, er einn þessara hermanna og ákafur í að hefja næsta kafla í lífi sínu. Yfirmaður Bergman er Colin Belfast, leikinn af Bobby Cannavale, metnaðargjörnum athafnamanni, en ákvarðanir hans benda til að að vafasamar ástæður búi að baki.

Fjórum árum síðar hefur Bergman byrjað nýtt líf og býr hjá móður sinni, leikin af Sissy Spacek, og starfar sem þjónustustúlka í smábænum sem þær búa í. Fulltrúi frá Varnarmálaráðuneytinu, leikinn af Shea Whigham, kemur til hennar með fyrirspurn umaf hverju hún yfirgaf sitt fyrra starf. Smám saman áttar Heidi sig á að það er allt önnur saga á bak við en sú sem hún hefur sagt sjálfri sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 3 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist