fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

MYNDASYRPA Hjólreiðakeppni WOW AIR: Eiríkur Ingi á fljúgandi siglingu yfir Suðurlandið og Elín er komin lengst allra kvenna frá upphafi

Fókus
Fimmtudaginn 28. júní 2018 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í WOW cyclothon gengur vonum framar og veður hefur leikið við keppendur.

Veður skilyrði hafa í raun verið svo góð að í öllum flokkum er búist við að sigurvegarar komi í mark á frábærum tímum og búið er að flýta uppsetningu á endamarki á Krísuvíkurvegi.

Eiríkur Ingi er með töluvert forskot á aðra keppendur í einstaklingsflokki en hann var rétt ókominn á Vík þegar keppnisstjórn heyrði í liðinu hans klukkan 14:30 í dag.

Þau segja hann stefna á að koma í mark á milli eitt og tvö í nótt.

Ef sú áætlun stenst kemur Eiríkur í mark á undir 58 klukkustundum en það er 9 klukkustundum skemur en tíminn sem dugði Peter Coljin öruggan sigur í fyrra.

Elín er komin lengst allra kvenþáttakenda frá upphafi

Delcan Brassil og Halldór Snorrason og eru í öðru og þriðja sæti.

Declan er kominn fram hjá Jökulsárlóni en Halldór er um 50 kílómetrum aftar. Elín V. Magnúsdóttir er sú fjórða.

Hún er komin niður af Öxi og er komin lengst allra kvenþátttakenda frá upphafi.

Í B flokki karla er Sensa í fyrsta sæti en Team Skoda fylgir þeim fast á eftir. Þessi lið eru einnig komin niður Öxi og eru að hefja leið út úr Berufirði. Kolibiri Cycling og Decode XY fylgjast að í þriðja og fjórða sæti. Þau ættu að leggja af stað upp Öxi á hverri stundu.

Í B flokki kvenna leiðir XY Cycling en þær eru á Möðrudalsöræfum. Akureyrardætur eru í öðru sæti en kvennalið Íslandsbanka eru að sækja hratt á þær.

Í A flokki karla eru liðin Team Cannondale GÁP Elite, Airport Direct og Harðkjarna öll á svipuðum stað í fyrsta til þriðja sæti. Þau eru á Skriðdals- og Breiðdalsvegi að nálgast Öxi. Í A flokki kvenna keppir aðeins eitt lið.

Það er liðið Lókal Stelpur þær fóru nýlega yfir brúna yfir Jökulsá á Brú.

Smelltu til að stækka upp myndir af keppendum þar sem þau lögðu af stað í leiðangurinn í Hvalfirðinum í gær:

Myndir: Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli