fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Leiðin greið fyrir Drífu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. júní 2018 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að leiðin sé nokkuð greið að forsetastóli ASÍ fyrir Drífu Snædal, framkvæmdarstjóra Starfsgreinasambandsins. Eins og kunnugt er gefur Gylfi Arnbjörnsson ekki kost á sér í endurkjör og hafa því margir verið nefndir til sögunnar.

Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra Vinstri grænna og formaður BSRB var álitinn efnilegur frambjóðandi, en hann hyggst ekki ætla fram samkvæmt staðfestum heimildum Eyjunnar.

Annar frambjóðandi sem talinn er líklegur til afreka er Guðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins. Guðmundur segist ekki hafa íhugað framboð.  Hann vildi þó ekki útiloka það heldur.

Stefán Mar Albertsson, framkvæmdarstjóri AFLs starfsgreinafélags, er sá eini sem hefur staðfest framboð sitt. Hinsvegar þykir kominn tími á konu í forsetastól ASÍ. Þar sé Drífa í kjörstöðu, en það telst henni til talsverðra tekna að hafa sagt sig úr VG í fyrra, þegar ljóst var að VG ætlaði í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Það er sagt ríma við áherslur hins háværa og róttæka hóps verkalýðshreyfingarinnar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar-Stéttarfélags, tilheyra.

Drífa hefur ekki viljað staðfesta framboð, en segist ætla að taka ákvörðun í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar