fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Hvað varð um barnastjörnurnar?

Börn stela oft senunni í kvikmyndum og heilla heimsbyggðina. Hér er sagt frá nokkrum barnastjörnum sem hrifu gesti kvikmyndahúsa en lítið hefur frést af undanfarin ár.

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 4. ágúst 2016 07:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ross Malinger lék bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem barn. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt í Sleepless in Seattle þar sem hann lék á móti Tom Hanks og Meg Ryan og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Malinger dró sig í hlé frá kvikmyndaleik árið 2006 og varð framkvæmdastjóri bílasölu.
Heillandi sonur Toms Hanks Ross Malinger lék bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem barn. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt í Sleepless in Seattle þar sem hann lék á móti Tom Hanks og Meg Ryan og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Malinger dró sig í hlé frá kvikmyndaleik árið 2006 og varð framkvæmdastjóri bílasölu.
Tatum O'Neal, dóttir leikarans Ryans O'Neal, var níu ára gömul þegar hún lék árið 1973 á móti föður sínum í myndinni Paper Moon. Hún hlaut Óskarsverðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki og er yngst allra þeirra sem unnið hafa verðlaunin. Síðan hefur hún leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og komist í fréttir vegna einkalífs síns. Hún giftist tennisstjörnunni John McEnroe og átti með honum þrjú börn áður en þau skildu. Eiturlyfjaneysla hennar hefur nokkrum sinnum orðið fréttaefni og varð til þess að McEnroe fékk forræði yfir börnum þeirra. Leikkonan hefur sent frá sér tvær endurminningabækur en þar fjallar hún um erfitt samband við föður sinn, sem hún segir hafa beitt sig ofbeldi í æsku, stormasamt hjónaband og eiturlyfjaneyslu.
Ungur Óskarsverðlaunahafi Tatum O'Neal, dóttir leikarans Ryans O'Neal, var níu ára gömul þegar hún lék árið 1973 á móti föður sínum í myndinni Paper Moon. Hún hlaut Óskarsverðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki og er yngst allra þeirra sem unnið hafa verðlaunin. Síðan hefur hún leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og komist í fréttir vegna einkalífs síns. Hún giftist tennisstjörnunni John McEnroe og átti með honum þrjú börn áður en þau skildu. Eiturlyfjaneysla hennar hefur nokkrum sinnum orðið fréttaefni og varð til þess að McEnroe fékk forræði yfir börnum þeirra. Leikkonan hefur sent frá sér tvær endurminningabækur en þar fjallar hún um erfitt samband við föður sinn, sem hún segir hafa beitt sig ofbeldi í æsku, stormasamt hjónaband og eiturlyfjaneyslu.
Justin Henry vann hug og hjörtu kvikmyndahúsgeta þegar hann lék í Kramer vs Kramer á móti Dustin Hoffman og Meryl Streep sem deildu um forsjá hans. Hinn ungi leikari sem var átta ára gamall var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sina og er enn yngsti leikari sem hefur hlotið tilnefningu. Hann kom fram í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í mörg ár. Hann menntaði sig í sálfræði en er nú í stjórnunarstöðu hjá AOL (America on Line).
Tilnefndur til Óskarsverðlauna Justin Henry vann hug og hjörtu kvikmyndahúsgeta þegar hann lék í Kramer vs Kramer á móti Dustin Hoffman og Meryl Streep sem deildu um forsjá hans. Hinn ungi leikari sem var átta ára gamall var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sina og er enn yngsti leikari sem hefur hlotið tilnefningu. Hann kom fram í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í mörg ár. Hann menntaði sig í sálfræði en er nú í stjórnunarstöðu hjá AOL (America on Line).
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu