fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Hálaunafólk hefur minni trú á gengi Íslands á HM

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 18. júní 2018 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska þjóðin er hóflega bjartsýn á gengi íslenska knattspyrnulandsliðsins á HM í Rússlandi samkvæmt nýrri könnun MMR. Af aðspurðum telja 59% íslenska landsliðið líklegt til að komast upp úr riðlakeppninni en þar af telja tæp 19% að liðið kæmist í 8 liða úrslit eða lengra. 41% svarenda spá hins vegar að þátttöku Íslands í keppninni myndi ljúka með síðasta leik liðsins í hinum geysisterka D-riðli. Aðeins 2% telja að Ísland verði heimsmeistari í knattspyrnu karla.

Konur voru líklegri til að telja að liðið kæmist upp úr D-riðli heldur en karlar, 67% á móti 52%. Fólk á aldrinum 18-29 ára og 68 ára og eldri voru líklegastir til að spá Íslandi áfram í 16 liða úrslit eða lengra, 66% og 69%.

Athygli vekur að bjartsýni á gengi íslenska liðsins fór minnkandi með aukinni menntun og heimilistekjum. Telja rúm 54% þeirra sem eru með milljón krónur eða meira í mánaðarlaun að Ísland komist ekki upp úr riðlinum á móti 29% þeirra sem eru með undir 400 þúsund krónum í mánaðarlaun.

39% fólks sem hefur klárað grunnskóla telur að Ísland komist ekki upp úr riðlinum, á móti 54% þeirra sem eru með háskólapróf.

MMR

Könnunin var gerð dagana 12. til 18. júní. Alls svöruðu 925 einstaklingar, 18 ára og eldri, valdir af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum