fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Fyrrverandi ráðherra með númer Eiðs í Moskvu í dag: „Eigum við ekki að trúa því að við komumst upp úr riðlinum?“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 16. júní 2018 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við eigum allavegana séns. Maður myndi nú segja fyrir fram að það væri líklegra að Argentína ynni, en ég man það frá því í Frakklandi þegar við spiluðum á móti Portúgal að það voru fáir sem töldu að við kæmum vel út úr þeim leik. Við gerðum jafntefli þá, hví ættum við ekki að vinna þennan?,“ spyr Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra sem blaðamaður rakst á í Moskvu. Illugi var í bol með númerinu 22, númerið sem Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með í Chelsea á sínum tíma.

Illugi treysti sér varla til að spá fyrir um úrslitin. „Ég vona að við vinnum,“ segir Illugi.

Hann segir það kostinn við að vera laus úr stjórnmálunum að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að sniðganga keppnina vegna efnavopnaárásar Rússa í Bretlandi. „Ég er laus með það að geta farið og haft gaman að styðja íslenska landsliðið.“

Hversu langt komumst við í keppninni?

„Maður hefði ekki trúað þessu fyrir tveimur árum að þetta væri mögulegt eins og það ævintýri varð. Eigum við ekki að trúa því að við komumst upp úr riðlinum?“

Viðtalið við Illuga má sjá hér að neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur