fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Indverjar standa frammi fyrir gríðarlegum vatnsskorti á næstu árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 15:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverjar standa frammi fyrir gríðarlegum vatnsskorti og 2020 mun grunnvatn hugsanlega verða uppurið í 21 borg. Þetta hefur mikil áhrif á matvælaframleiðslu því 80 prósent vatnsnotkunarinnar er í landbúnaði.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá indversku hugveitunni Niti Aayog sem rannsakaði gögn frá 24 af 29 ríkjum Indlands. Fram kemur að staðan muni „aðeins versna“ á næstu árum. Um 200.000 Indverjar deyja árlega þar sem þeir hafa ekki aðgang að hreinu vatni eftir því sem segir í skýrslunni.

Margir notast við sínar eigin vatnsbirgðir eða fá vatn úr tönkum sem hið opinbera leggur til. Í fátækrahverfum landsins er algengt að fólk bíði í röðum eftir að geta náð sér í hreint vatn.

Eins og víðar þá fjölgar íbúum bæja og borga og það eykur enn vatnsnotkunina í þéttbýlinu. Í skýrslunni kemur fram að 2030 muni eftirspurn eftir vatni vera tvöfalt meiri en vatnsbirgðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra