fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Reykti um borð í flugvél SAS – Kostar hann rúmar tvær milljónir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 21:30

Flugvél frá SAS. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum vikum varð tóbaksfíknin farþega í flugvél frá SAS að falli og hann fór inn á salerni flugvélarinnar og kveikti í sígarettu. Vélin var á leið frá Stokkhólmi til Malaga á Spáni. Þegar hann var búinn að reykja henti hann sígarettustubbnum í ruslatunnuna á salerninu en glóð logaði enn í sígarettunni.

Farþegar sem ætluðu á salernið á eftir manninum fundu reykjarlykt og létu flugliða vita. Sem betur fer kviknaði ekki í vélinni en ekki þarf að fjölyrða um þá hættu sem getur myndast ef eldur kemur upp í flugvél.

Flugvirkjar þurftu að fara vel yfir vélina þegar hún var lent í Malaga til að tryggja að ekkert væri að henni. Allt hafði þetta mikinn kostnað í för fyrir SAS sem þurfti meðal annars að greiða gistingu fyrir 120 farþega sem ætluðu með flugvélinni til Stokkhólms þennan sama dag. Einnig þurfti að skipta um áhöfn vélarinnar.

Farþeginn hefur nú fengið reikning frá SAS eftir því sem segir í umfjöllun Flysmart24.no. Hann hljóðar upp á sem nemur um 2,3 milljónum íslenskra króna enda ekki ódýrt að kaupa hótelgistingu fyrir 120 manns og seinka brottför flugvélar um sólarhring.. Þetta er hæsta skaðabótarkrafa sem SAS hefur gert vegna svona máls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta