fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Stúlkur með tombólu urðu vitni að grófri líkamsárás með golfkylfu á nikkara í Hafnarfirði

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungar stúlkur sem héldu tombólu við Bónus í Hafnarfirði urðu vitni að grófri líkamsárás á tónlistarmann sem spilaði á harmonikku við verslunina.

Að þeirra sögn kom maður út úr bíl, mundaði golfkylfu og réðst á nikkarann. Hann lét svo höggin dynja á tónlistarmanninum. Stúlkunum er skiljanlega brugðið. Atvikið átti sér stað á þriðja tímanum í dag.

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri í Hafnarfirði, segist í samtali við DV lítið geta sagt annað en að lögreglu hafi borist tilkynning um líkamsárás og tveir bílar hafi verið sendir á vettvang.

Heimildarmaður sem DV ræddi við lét að því liggja að árásin tengdist hugsanlega einhverskonar uppgjöri. Maðurinn hefði verið að spila á yfirráðasvæði árásarmannsins eða -mannanna. Lögregla gat þó ekki staðfest þetta í samtali við DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“