fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Lögreglunámið til Akureyrar

Gengið til samninga við HA vegna kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Ákveðið var að fela Ríkiskaupum að annast auglýsingu um val á framkvæmdaraðila og halda utan um matsferlið.

Þetta kemur fram á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Fjórir skólar skiluðu inn þátttökutilkynningu vegna valsins; Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík. Umsókn Háskólans á Bifröst uppfyllti ekki hæfiskröfu um viðurkenningu til kennslu í sálfræði.

Þann 20. júlí síðastliðin var skipuð matsnefnd um lögreglunám á háskólastigi sem fékk það hlutverk að fara yfir innsend gögn. Niðurstaða matsnefndar var að þrír umsækjendur væru hæfir til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Innbyrðis skipting stigafjölda þeirra umsækjenda sem uppfylltu lágmarksskilyrði var eftirfarandi:

Háskóli Íslands 128 stig af 135
Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135
Háskólinn í Reykjavík 110 stig af 135

Sem áður segir var ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri um kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Að því er fram kemur á vef ráðuneytisins var það mat ráðherra að Háskólinn á Akureyri hafi uppfyllt mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telji ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögreglunám. Að auki sé með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns