fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Þjóðin spyr og Gylfi Þór svarar – ,,Nægur tími í mót þannig að við flýtum okkur hægt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska þjóðin hefur fylgst vel með bataferli Gylfa Þórs Sigurðssonar síðustu vikur en hann meiddist í mars.

Gylfi meiddist á hné og í fyrstu var óttast að hann gæti misst af Heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Fljótlega bárust fréttir af því að Gylfi yrði klár í slaginn.

Endurhæfingin hefur þó tekið ögn meiri tíma en flestir höfðu talið. Hann hefur eytt síðustu dögum í Bandaríkjunum með sjúkraþjálfara með sér og segist vera á góðri leið.

„Það er búið að ganga vel síðustu tvær vikur. Það er enn nægur tími í mót þannig að við flýtum okkur hægt, við erum ekki að taka óþarfa sénsa,“ sagði Gylfi við íslenska fjölmiðla í dag.

Hann er að mæta á sína fyrstu landsliðsæfingu í dag og mun taka þátt í æfingunni að einhverju leyti.

„Ég mun eitthvað æfa með liðinu í dag, en ekki alveg á fullu. Ef það væri leikur í næstu viku þá myndi ég geta æft þannig séð. Það er spurning um að gera réttu hlutina nægilega mikið og vera ekki að reyna of mikið á þetta eða byrja of snemma. Hugurinn er búinn að róast, ég get allt sem ég þarf að gera. Ég er með það markmið að vera klár eftir einhverjar vikur þegar við erum mættir til Rússlands.“

Gylfi segir að hann hafi óttast það um tíma að missa af HM.

„Auðvitað fór það strax í gegnum kollinn á manni. Þetta var svolítið panik, sérstaklega daginn eftir meiðslin þegar ég gat ekki hreyft hnéð, þá var maður svolítið hræddur.“

Sjáðu viðtalið við Gylfa í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Auðunn Blöndal segir frá veðmáli sem hann tók og reyndist „það versta í sögunni“

Auðunn Blöndal segir frá veðmáli sem hann tók og reyndist „það versta í sögunni“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United virkjar samtalið – Yrði mjög erfitt

Manchester United virkjar samtalið – Yrði mjög erfitt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar
433Sport
Í gær

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?
433Sport
Í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Í gær

Upphæðin sem Liverpool fær í vasann

Upphæðin sem Liverpool fær í vasann
433Sport
Í gær

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex