fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

„Ef borgarstjóri heldur því fram að álögur hafi lækkað þá er ég Lísa í Undralandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 08:35

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, eru til viðtals í Morgunblaðinu í dag. Þar er farið yfir víðan völl um stefnur og strauma framboða þeirra fyrir kosningarnar á laugardaginn.

Þegar Dagur er spurður hvað loforð hans muni kosta og hvort álögur muni hækka eða lækka, svarar Dagur því til að meirihlutinn hafi heldur verið að lækka álögur á kjörtímabilinu, þrátt fyrir stór verkefni í fjármálum.

 

Eyþór skýtur inn í spurningunni: „Hvaða álögur?“, en Dagur heldur áfram:

 

„Annars vegar leikskólagjöld og hins vegar fasteignaskatta.“

 

„Fasteignaskatta?“ spyr Eyþór.

Blaðamaðurinn gengur á Dag og ítrekar spurningu sína um hvað þetta muni nú allt kosta:

„Fjárfestingarhlutinn af leikskólapakkanum kostar 3,7 milljarða. Það þarf að byggja 4-6 leikskóla. Við erum síðan að bæta við 30-40 stöðugildum á ári,“ segir Dagur. – Ég er að hugsa um heildartölu? „Þannig að þetta kemur inn í áföngum. Launakostnaðurinn þegar allt er komið er þá á annan milljarð króna. Þetta rúmast innan fimm ára áætlunar eins og við sjáum hana með forgangsröðun okkar. En það þýðir auðvitað að við erum að halda áfram að forgangsraða í þágu skólastarfs og í þágu velferðar.“

Þessu svarar Eyþór, með tilvísun í Lewis Carroll:

„Ef borgarstjóri heldur því fram að álögur hafi lækkað þá er ég Lísa í Undralandi. Vegna þess að fasteignaskattar hafa hækkað um 50% á fjórum árum. Í mínum huga er 50% hækkun ekki lækkun. Númer tvö er að útsvarið var hækkað í botn af borgarstjóra þegar hann var formaður borgarráðs og ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu innheimtir jafn háa útsvarsprósentu á launað fólk. Þessar hækkanir, auk annarra, til dæmis hjá Orkuveitunni, þar sem gjöld eru núna til dæmis hærri en í Mosfellsbæ, eru ekki lækkanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben