fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Líf vill ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum: „Það er enginn samstarfsgrundvöllur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 14:02

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir, borgarstjóraefni Vinstri grænna í Reykjavík, sat fyrir svörum í Beinni línu DV nú í dag. Þar kom hún meðal annars inn á mögulegt samstarf með Sjálfstæðisflokknum, en sem kunnugt er vinna flokkarnir saman í ríkisstjórn.

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður DV, spurði Líf hvort henni gæti hugnast samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum:

 

„Ég hef alltaf talað um það að ég vilji starfa áfram í þessum meirihluta að þeim verkum sem við höfum hrint í framkvæmd á þessu kjörtímabili í einhverri mynd,“

svaraði Líf til.

Þetta taldi Bjartmar vera æft svar og gekkst Líf við því að Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra, hefði kennt henni að svara með diplómatískum hætti í fjölmiðlum. Bjartmar spurði þá Líf aftur, hvort VG gæti unnið með Sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir gagnrýni hans á meirihlutann og með hliðsjón af þeim breytingum sem þeir vilja gera í borginni:

 

„Það er einhvernvegin þannig að stefna Sjálfstæðisflokksins í dag er þvert á stefnu VG, það er enginn samstarfsgrundvöllur.

Svo veit maður ekkert hvaðan þau eru að koma, því Eyþór segir að hann vilji ekki borgarlína meðan Hildur vill fá borgarlínu.“

 

Blaðamaður: „En geturðu unnið með þeim já eða nei?“

 

„Það er enginn samstarfsgrundvöllur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“