fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Eygir von um lengra líf eftir að eiginkonan var skotin til bana

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt fórnarlamba byssumannsins í Santa Fe-gagnfræðaskólanum í Texas á föstudag var hin 63 ára gamla Cynthia Tisdale. Óhætt er að segja að saga hennar og eiginmanns hennar hafi snert marga enda glímir eiginmaðurinn, William Recie Tisdale, við alvarleg veikindi.

Þannig er mál með vexti að William er með ólæknandi lungnasjúkdóm, svokallaða lungatrefjun sem einkennist af vaxandi bandvefsmyndun í lungnavef.

Vegna veikindanna hefur William ekki getað unnið og þar af leiðandi hafði Cynthia verið fyrirvinna heimilisins um nokkurt skeið. Hún var forfallakennari og hafði verið kölluð til vinnu þennan örlagaríka dag síðastliðinn föstudag.

Í desember síðastliðnum sögðu læknar að William ætti varla meira en 12 til 18 mánuði eftir ólifaða. Honum var synjað um lungnaígræðslu og því benti allt til þess að hann ætti ekki mikið eftir. Fjölskylda hans stofnaði GoFundMe-síðu á netinu í mars sem hafði það markmið að safna peningum fyrir stofnfrumumeðferð, en vonir voru bundnar við það að meðferðin gæti hjálpað William. Söfnunin fór hægt af stað en eftir að fregnir af dauða Cynthiu spurðust út er óhætt að segja að söfnunin hafi tekið kipp.

Þegar þetta er skrifað hafa rúmir 130 þúsund Bandaríkjadalir safnast og mun peningurinn fara í útfararkostnað vegna dauða Cynthiu, stofnfrumumeðferð og ef allt gengur eftir gæti William jafnvel fengið ný lungu.

Í frétt CNN kemur fram að William sé, eðli málsins samkvæmt, mjög langt niðri vegna dauða eiginkonu sinnar en djúpt snortinn vegna góðmennsku þeirra fjölmörgu sem hafa lagt söfnuninni lið. Börn þeirra hjóna segja að það sé ótrúlegt til þess að hugsa að hugsanlega muni þessi harmleikur leiða eitthvað gott af sér.

„Mamma reyndi alltaf að láta eitthvað gott koma út úr slæmum aðstæðum og þetta er ekkert öðruvísi,“ sagði eitt barna þeirra hjóna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað