fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Efasemdir um hvert ESB stefnir meðal margra íbúa í aðildarríkjunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. maí 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er eitt ár þar til næst verður kosið til Evrópuþingsins, þings Evrópusambandsins, en þingið gæti tekið miklum breytingum frá því sem nú er að kosningum afstöðnum. Umfangsmikil skoðanakönnun um viðhorf íbúa aðildarríkja sambandsins til þess sýnir að í mörgum af stærstu aðildarríkjunum eru íbúarnir þeirrar skoðunar að samstarfið stefni í ranga átt.

Almennt séð er fólk ánægt með ESB-aðildina en að meðaltali telja 60 prósent ESB-borgara að aðildin sé til góðs en 12 prósent telja hana slæma. Þetta sýnir svokölluð Eurobarometer mæling.

En þrátt fyrir að fólk telji almennt að það sé gott að taka þátt í ESB-samstarfinu þá er það ekki ávísun á stuðning við flokka sem aðhyllast ESB í kosningunum á næsta ári. Að meðaltali telja 42 prósent íbúa ESB að samstarfið stefni í ranga átt þessa dagana. 32 prósent telja að samstarfið stefni í rétta átt. Þetta gæti fært atkvæði til flokka sem hafa efasemdir um Evrópusamstarfið. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Það ætti að vekja leiðtoga ESB til umhugsunar að í Frakklandi og á Ítalíu, tveimur af stóru ríkjum sambandsins, finnst fólki sambandið stefna í ranga átt. 49 prósent Ítala eru þeirrar skoðunar og 46 prósent Frakka. 24 prósent Ítala telja sambandið stefna í rétta átt og 23 prósent Frakka eru sömu skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað