fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Danski og sænski herinn auka samstarf sitt í Eystrasalti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 04:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmálaráðherrar Danmerkur og Svíþjóðar funduðu á þriðjudaginn í Kaupmannahöfn um aukið samstarf herja ríkjanna í Eystrasalti. Þetta aukna samstarf er tilkomið vegna breyttrar stöðu við Eystrasalt en Rússar hafa látið sífellt meira til sín taka þar á undanförnum misserum.

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, skrifaði lesendabréf sem birtist í Sydsvenskan á þriðjudaginn. Þar segir hann að samvinna ríkjanna hafi þróast og dýpkað á undanförnum áratugum. Landfræðileg og menningarleg nánd ríkjanna skapi þörf fyrir að mæta nýjum aðstæðum í sameiningu.

Hin aukna samvinna mun að mestu snúast um eftirlit úr lofti.

Í báðum löndum er nú verið að auka fjárframlög til herja ríkjanna en ráðamenn beggja ríkja telja að ákveðin ógn stafi af Rússum og hafa áhyggjur af ágengni þeirra.

Danir eru aðilar að NATO en Svíar standa utan varnarbandalaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra