fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Dularfulli íslenski diskópabbinn er fundinn

Auður Ösp
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þurfti endilega að vinna þetta og fara þarna út,“ segir Steinar Jónsson hlæjandi en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu í diskódansi í Lundúnum árið 1979. Myndband frá úrslitakvöldi keppninnar fyrir hartnær 37 árum hefur slegið í rækilega í gegn eftir að það komst í umferð á facebook fyrr í mánuðinum og var það fyrir tilviljun að myndbandið rak á fjörur sonar Steinars, útvarpsmannsins Atla Más.

Veftímaritið Hint Fashion Magazine deilir umræddu myndskeiði á fésbókarsíðu sinni þann 18.júlí síðastliðinn og þegar rúmar tvær mínútur eru liðnar má sjá keppanda stíga á svið sem kynntur er sem hinn 22 ára gamli Steinar Jónsson.

Sýnir hann listir sínar á dansgólfinu við mikinn fögnuð en eftir að myndskeiðið komst í dreifingu meðal íslenskra facebook notenda hafa margir hverjir spurt sig hver hinn lipri dansari sé.

Í samtali við Nútímann segir Steinar að hann hafi fyrir rælni tekið þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið en hún fór fram á skemmtistaðnum Óðali. Vinir hans náðu einhvern veginn að telja hann inn á að taka þátt.

„Það endaði á því að ég tek þátt, og það endaði með þessum ósköpum. Ég þurfti endilega að vinna þetta og fara þarna út,“ segir hann hlæjandi.

Atli Már uppgvötvaði myndbandið þegar vinur hans sendi honum það og spurði hvort að um pabba væri að ræða.
„Svo bara kemur pabbi allt í einu hoppandi í einhverjum diskógalla og ég held að ég hafi aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég skyldi ekkert hvað var í gangi,“ segir hann en myndbandið stórskemmtilega, sem fengið hefur milljónir áhorfa, má finna hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“