fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus: Áhyggjuefni fyrir Ólaf Kristjánsson

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. maí 2018 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH mistókst að skella sér á topp Pepsi deildarinnar er liðið heimsótti ÍBV í dag.

Eyjamenn voru fyrir leikinn með eitt stig en FH með níu stig eftir fjóra leiki.

Leikurinn var jafn en FH fékk betri færin í fyrri hálfleiknum.

Leiknum lauk hins vegar með markalausu jafntefli en ÍBV er með tvö stig en FH með tíu stig líkt og topplið Breiðabliks

Plús:

Það eru frábær tíðindi fyrir Eyjamenn að halda hreinu, þar þarf liðið að byrja til að fara að vinna leiki.

Halldór Páll Geirsson var mættur í markið hjá ÍBV og færði það aukið traust í vörn liðsins.

Egill Darri Makan Þorvaldsson ungur bakvörður FH er að bæta leik sinn mikið í hverjum leik. Gríðarlegt efni þar á ferð.

Mínus:

Það að FH geti ekki skorað gegn einu af slakari liðum deildarinnar er áhyggjuefni fyrir Ólaf Kristjánsson.

Ólafur þarf að finna sína sterkustu sóknarlínu en Geoffrey Wynton Mandelano Castillion framherji liðsins bætti engu við þegar hann kom inn í dag.

ÍBV er með tvö stig eftir fimm leiki, liðið þarf sigur í hvelli ef liðið ætlar ekki að berjast í kjallaranum í allt sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Orðinn atvinnulaus rúmu hálfu ári eftir slysið skelfilega

Orðinn atvinnulaus rúmu hálfu ári eftir slysið skelfilega
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana
433Sport
Í gær

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar
433Sport
Í gær

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez
433Sport
Í gær

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?