fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Keyptu hvolp – Tveimur árum síðar sáu þau að þau höfðu verið blekkt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. maí 2018 14:00

Tíbeskur mastiff.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar hundategundir verða ekki stærri en svo að það er hægt að láta hundana ofan í skókassa. Aðrar tegundir verða öllu stærri og sumar miklu stærri. Tíbeskir mastiff tilheyra flokki stórra hunda og það var einmitt hvolpur af þeirri tegund sem Su Yun keypti handa fjölskyldu sinni fyrir tveimur árum. Það hélt hún að minnsta kosti.

Hundurinn hélt áfram að stækka næstu tvö árin en þegar hann byrjaði skyndilega að ganga uppréttur á afturfótunum runnu tvær grímur á Yun. Hún hafði ekki keypt tíbeskan mastiff heldur asískan björn, Himalayabjörn. The Independent segir frá þessu.

Fullvaxinn tíbeskur mastiff vegur um 80 kíló og er 70 cm á hæð. Asískur björn verður hins vegar um 1 metri á hæð og getur vegið allt að 200 kíló.

Asískur björn. Mynd:Wikimedia Commons.

í samtali við kínverska fjölmiðla sagði Yun að eftir því sem dýrið stækkaði hafi það farið að líkjast birni meira og það sem verra er, hún er hrædd við birni.

Þá var björninn dýr á fóðrum en hann innbyrti einn kassa af ávöxtum daglega og tvær fötur af núðlum.

Að lokum leitaði Yun til dýraathvarfs og starfsmanna þar sem gátu strax sagt henni að hundurinn væri ekki hundur heldur björn. Starfsmennirnir urðu hræddir við björnin og neyddust því til að svæfa hann áður en hann var fluttur í ný heimkynni. Himalayabirnir lifa víða í Asíu en þeir eru taldir í útrýmingarhættu. Frekar auðvelt er að temja þá og víða eru þeir hafði sem gæludýr eða sýndir í fjölleikahúsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin