,,Við erum rosalega ánægðir,“ sagði Jonathan Hendrickx bakvörður Breiðabliks eftir 1-3 sigur á FH í kvöld.
Belginn knái var þarna á mæta sinn gamla heimavöll í fyrsta sinn en hann hafði leikið með FH í mörg ár.
Hann skoraði þriðja mark Blika og fagnaði ógurlega fyrir framan stuðningsmenn FH sem voru ekki sáttir.
,,Ég bið stuðningsmenn FH afsökunar en það voru mörg ljót orð sögð við mig, þess vegna fagnaði ég svona.“
,,Ég hef fengið skilaboð í nokkra mánuði eftir að ég skrifaði undir hjá Blikum. Þegar ég heyrði að ég væri „Fkn wanker“ þegar ég skoraði þá brást ég svona.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.