Hannes Þór Halldórsson markvörður Randers og íslenska landsliðsins birti áhugaverða og skemmtilega mynd í dag.
Þar er hann í myndatöku fyrir Uhlsport en þar með í för er einn besti markvörður í heimi.
Hugo Lloris markvörður Tottenham er með Hannesi í myndatöku en takan virðist fara fram í London.
Þarna eru einnig Lukas Hradecky markvörðru Finnlands og Markus Kuster frá Austurríki.
Lloris verður líkt og Hannes í fullu fjöri á Heimsmeistaramótinu í sumar.
Myndina má sjá hér að neðan.