Nantes tók á móti Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna.
Það voru þeir Keagan Dolly og Isaac Mbenza sem skoruðu mörk gestanna og lokatölur því 2-0 fyrir Montpellier.
Kolbeinn Sigþórsson, framherji liðsins var á varamannabekk liðsins í dag en hann hefur ekkert spilað með liðinu á leiktíðinni vegna meiðsla.
Þetta er í fyrsta sinn í 21 mánuð sem leikmaðurinn er í hóp hjá franska félaginu en hann nálgast nú endurkomu eftir erfið hnémeiðsli.
Kolbeinn kom til félgasins árið 2015 en hann aðeins náð að spila 26 leiki fyrir Nantes síðan hann kom.