fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Hannes Þór: Ég hugsaði bara að ég þyrfti að verja

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. maí 2018 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umspilskeppnin í dönsku úrvalsdeildinni er í fullum gangi. Fyrirkomulagið er þannig að fjögur neðstu liðin eftir að deildarkeppni lýkur fara í umspil um það hvaða lið falla og hver halda sæti sínu.

Randers FC er eitt af þessum fjórum liðum en á milli stanganna þar stendur Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands. Í dag var fyrsti umspilsleikurinn þeirra. Þetta var útileikur gegn Helsingör og honum lauk með 1-1 jafntefli eftir ævintýralegar lokamínútur þar sem Hannes Þór varði vítaspyrnu á ögurstundu. Á þeim tímapunkti var staðan 1-0 fyrir Helsingör og það hefði verið ansi hátt fjall að klífa að fara inn í seinni leikinn þurfandi að vinna með þriggja marka mun til að eiga möguleika á að komast upp í umspilsúrslitaleikinn.

Mínútu eftir að Hannes varði vítaspyrnuna þá jafnaði Randers leikinn 1-1 og urðu það lokaúrslitin. Randers er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á þeirra heimavelli næstkomandi sunnudag.

„Þessi úrslit eru gríðarlega þýðingarmikil. Að fara með útivallarmark með okkur inn í seinni leikinn er óskastaða og að hafa náð að snúa leiknum svona við undir lokin gefur okkur mikið sjálfstraust,“ segir Hannes Þór.

„Þegar vítaspyrnan var dæmd þá hugsaði ég með mér að núna væri komið að mér. Núna þyrfti ég að verja. Að það væri enginn annar valmöguleiki. Ég var eiginlega bara alveg viss um að ég myndi verja og það varð síðan raunin. Í næstu sókn jöfnum við svo leikinn. Við förum stoltir frá þessum leik og við verðum algjörlega klárir í slaginn næsta sunnudag,“ sagði markmaðurinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikill heiður fyrir Rooney

Mikill heiður fyrir Rooney
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Klámstjarnan notaði nekt til að koma mikilvægum skilaboðum áleiðis – Mynd

Klámstjarnan notaði nekt til að koma mikilvægum skilaboðum áleiðis – Mynd
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sorg í knattspyrnuheiminum – Tveir látnir eftir bílslys

Sorg í knattspyrnuheiminum – Tveir látnir eftir bílslys
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Í gær

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi
433Sport
Í gær

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Í gær

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn
433Sport
Í gær

Newcastle að undirbúa óvænt tilboð

Newcastle að undirbúa óvænt tilboð