fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Klopp og Buvac hafa oft rifist harkalega

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. apríl 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirbúningur Liverpool fyrir leikinn gegn Roma í Meistaradeildinni á miðvikudag hefur verið truflaður. Leikmenn Liverpool mættu á æfingu í gær og var þá tilkynnt að Zeljko Buvac, helsti aðstoðarmaður Jurgen Klopp, myndi ekki vera meira með á þessu tíambili.

Ekkert var sagt um framhaldið en Buvac er sagður vera heilinn á bakvið hugmyndafræði Klopp.

Þeir léku saman hjá Mainz en hann hefur verið aðstoðarmaður Klopp í 17 ár.

Hann er áfram á launaskrá félagsins en ekkert kemur fram um framhaldið. Ensk blöð segja að samband hans og Klopp hafi verið orðið slæmt og Buvac komi ekki aftur til starfa.

Raphael Honigstein sérfræðingur í þýskum fótbolta segir að Klopp og Buvac hafi oft rifist ansi harkalega. Þeim hafi hins vegar alltaf tekist að ná sáttum, Honigstein útilokar ekki að Buvac snúi aftur til starfa.

https://platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool líklegt til þess að kaupa tvo miðverði á næstu dögum

Liverpool líklegt til þess að kaupa tvo miðverði á næstu dögum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búnir að bjóða í Ederson

Búnir að bjóða í Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina