1. umferð Pepsi deidlar karla fór fram um helgina en mikið stuð var í þessari fyrstu umferð.
Vel var mætt á vellina og fengu áhorfendur mikið fyrir aurinn í flestum tilvikum.
Valur vann dramatískan sigur á KR á föstudag og þar gerðu Stjarnan og Keflavík óvænt jafntefli.
Breiðablik lék sér að ÍBV og það var mikið fjör í 2-2 jafntefli Fjölnis og KA.
FH byrjaði með því að vinna Grindavík á útivelli og Víkingur vann Fylkir.
Lið 1. umferðar er hér að neðan.
Lið 1. umferðar (3-4-3)
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík
Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan)
Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Steven Lennon (FH)