Valur vann góðan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið fékk KR í heimsókn í fyrstu umferð þetta sumarið.
Dion Acoff kom Val yfir á 69. mínútu leiksins í kvöld áður en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin í uppbótartíma fyrir KR.
Það var svo fyrrum framherji KR, Tobias Thomsen sem tryggði Val stigin þrjú með marki á 94. mínútu leiksins í blálokin.
Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.
Plúsar:
Karakter Valsmanna þegar þeir fá á sig jöfnunarmarkið var gríðarlegur, mörg lið hefðu dottið í svekkelsið og slökknað á þeim en þeir efldust, brunuðu upp og skoruðu sigurmark leiksins.
Þrátt fyrir að fá á sig 2 mörk var varnarleikur KR-inga heilt yfir flottur, Valsmenn áttu í miklu ströggli með uppspil sitt nánast allan leikinn og fengu fá opin færi.
Patrick Pedersen sýndi okkur enn og aftur hversu ótrulega góður hann er í fótbolta. Var aðalmaðurinn í nánast öllum sóknum Valsara sem vit var í og bæði hlaupið og stoðsendingin í fyrra markinu var gríðarlega vel gert.
Tæplega 2500 manns á vellinum í kvöld. Það er vel gert og var stemningin í góðu lagi heilt yfir.
Mínus:
Albert Watson leit oft mjög illa út, svifaseinn og dapur á boltann. Mistök hans í fyrra marki Valsara eru ekki atvinnumanni sæmandi og ég er ekki viss um að þetta sé leikmaðurinn sem KR vantaði.