fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433

Ótrúlegur sigur Vals á KR – Mögnuð endurkoma hjá Keflavík

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. apríl 2018 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi-deild karla hófst í kvöld með tveimur leikjum en fyrsta umferð klárast svo á morgun er fjórir leikir fara fram.

Íslandsmeistarar Vals byrja sumarið á sigri en liðið fékk KR í heimsókn á Hlíðarenda.

Stál í stál á Origo vellinum lengi vel en Dion Acoff kom Valsmönnum yfir á 69. mínútu leiksins í síðari hálfleik.

Það leit út fyrir að það yrði nóg en í blálokin þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason fyrir gestina í svarthvítu og staðan orðin 1-1.

Á einhvern ótrúlegan hátt náði Valur svo að komast yfir aftur í uppbótartíma er fyrrum framherji KR, Tobias Thomsen skoraði og lokastaðan 2-1 í ótrúlegum leik.

Það leit þá allt út fyrir að Stjarnan myndi byrja sumarið á sigri er liðið fékk nýliða Keflavíkur í heimsókn.

Hilmar Árni Halldórsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna með stuttu millibili seint í leiknum og heimamenn í góðri stöðu.

Keflvíkingar gáfust hins vegar ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna leikinn í 2-2 undir lokin.

Ísak Óli Ólafsson lagaði fyrst stöðuna fyrir gestina áður en Frans Elvarsson jafnaði metin og lokastaðan 2-2.

Valur 2-1 KR
1-0 Dion Acoff(69′)
1-1 Pálmi Rafn Pálmason(91′)
2-1 Tobias Thomsen(94′)

Stjarnan 2-2 Keflavík
1-0 Hilmar Árni Halldórsson(79′)
2-0 Hilmar Árni Halldórsson(83′)
2-1 Ísak Óli Ólafsson(85′)
2-2 Frans Elvarsson(88′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnar endurkomu til Arsenal

Hafnar endurkomu til Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Í gær

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal