fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Arsene Wenger: Við áttum að klára þetta einvígi í kvöld

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Sime Vrsaljko, bakvörður gestanna fékk að líta rauða spjaldið á 10. mínútu og leikmenn Atletico því einum færri en það var Alexandre Lacazette sem braut ísinn á 61. mínútu með laglegu skallamarki.

Antoine Griezmann jafnaði hins vegar metin fyrir Atletico á 82. mínútu og lokatölur því 1-1.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var ósattur með markið sem liðið fékk á sig í kvöld.

„Ef maður horfir á það hvernig leikurinn spilaðist þá hefðu úrslitin ekki getað verið verri fyrir okkur en við verðum að vera jákvæðir fyrir síðari leikinn,“ sagði Wenger.

„Því miður þá gáfum við þeim mark á silfurfati en núna tekur bara næsti leikur við. Eins og leikurinn spilaðist þá finnst mér að við hefðum getað klárað einvígið hérna í kvöld. Markmaðurinn þeirra var í stuði og þeir fengu eitt færi og skoruðu. Þeir sköpuðu sama og ekkert og það er jákvætt.“

„Ef við spilum eins og við gerðum í kvöld á Spáni þá förum við áfram, ég er sannfærður um það,“ sagði Wenger að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“