fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Danny Welbeck: Við sköpuðum helling af færum gegn mjög sterku liði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Sime Vrsaljko, bakvörður gestanna fékk að líta rauða spjaldið á 10. mínútu og leikmenn Atletico því einum færri en það var Alexandre Lacazette sem braut ísinn á 61. mínútu með laglegu skallamarki.

Antoine Griezmann jafnaði hins vegar metin fyrir Atletico á 82. mínútu og lokatölur því 1-1.

Danny Welbeck, framherji Arsenal var svekktur með að vinna ekki leikinn í kvöld.

„Það er mjög svekkjandi að fá á sig þetta mark undir lokin, sérstaklega þar sem að við komumst yfir,“ sagði Welbeck.

„Ég þarf að sjá markið sem þeir skora aftur en við munum skoða hvað viðgerðum rangt þar. Leikurinn er búinn og við þurfum að horfa á þetta með jákvæðum augum. Við sköpuðum helling af færum gegn mjög sterku liði.“

„Við sögðum það fyrir leikinn að vildum vinna þessa keppni fyrir Wenger og það er ennþá markmiðið, þetta einvígi er alls ekki búið,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“