fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sérfræðingurinn vs. Auðunn Blöndal – Spáð í 1. umferð Pepsi deildar karla

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spáð í Pepsi-deild karla – 1. umferðin fer fram um helgina

Keppni í Pepsi-deild karla hefst um helgina og verður heil umferð leikin. Búast má við hörkukeppni bæði á toppi og botni í sumar. Í allt sumar mun Sérfræðingurinn mæta þjóðþekktum Íslendingi í tippkeppni fyrir hverja umferð í deildinni.

Sérfræðingurinn er afar reyndur leikmaður sem lék lengi vel í deildarkeppnum hér á landi, hann fylgist vel með deildinni og segir að ekki nokkur einstaklingur muni hafa betur gegn sér. Af virðingu við andstæðinga sína kemur hann ekki fram undir nafni en mun gefa upp nafn sitt í lok leiktíðar, ef vel fer eins og hann orðaði það.

Fyrsta fórnarlamb sérfræðingsins er Auðunn Blöndal, sjónvarps- og útvarpsmaður. Auðunn heldur með Val í Pepsi-deildinni, hans menn eru líklegir til árangurs í sumar. Hann ber hins vegar taugar til margra liða eins og fram kemur í spá hann.

Valur – KR
Föstudagurinn 27. apríl – 20.00 – Valsvöllur
Sérfræðingurinn 1-2
Fyrstu óvæntu úrslit sumarsins koma strax í fyrsta leik, Rúnar Kristinsson á Hlíðarenda endar bara á einn veg.
Auðunn Blöndal 3-1
Ég kann hrikalega vel við Rúnar, þjálfara KR. Svo eru nú ágætis krútt þarna inni á milli eins og Óskar Örn og Pálmi Rafn en því miður þá tapa þeir fyrir mínum mönnum.

Stjarnan – Keflavík
Föstudagurinn 27. apríl – 20.00 – Samsung-völlurinn
Sérfræðingurinn 2-0
Stjarnan á heimavelli á gervigrasinu í Garðabæ, gegn nýliðum. Þetta er eins öruggur heimasigur og þeir gerast.
Auðunn Blöndal 1-1
Ég og Steindi vorum að veislustýra á herrakvöldi hjá knattspyrnudeild Keflavíkur um daginn, við náðum að peppa þá vel upp þar. Maður er hins vegar með taugar í Garðabæinn eftir sjö góð ár þar Þetta endar með jafntefli

Grindavík – FH
Laugardagurinn 28. apríl – 14.00 – Grindavíkurövllur
Sérfræðingurinn 0-3
FH-liðið smellur saman á fyrsta degi mótsins, besti þjálfari landsins, Ólafur Kristjánsson, byrjar með látum hjá FH
Auðunn Blöndal 0-1
Ég ætla að segja að það verði vorbragur á þessum leik, aðallega af því að mér finnst töff að segja það. FH stelur sigri þarna undir lok leiksins.

Breiðablik – ÍBV
Laugardagurinn 28. apríl – 14.00 – Kópavogsvöllur
Sérfræðingurinn 1-0
Blikar munu hafa mikla yfirburði en ná bara að lauma inn einu marki í lok leiks, þar verður Guðjohnsen að verki.
Auðunn Blöndal 2-1
Vestmannaeyjar er eyjan mín, það er uppáhaldseyjan mín í öllum heiminum. Ég ber miklar taugar til Eyja, mamma er hins vegar Bliki og Gillz líka. Svo hefur maður alltaf taugar til Gunnleifs í markinu hjá þeim. Þessi er erfiður en ég spái því að Blikar taki þetta og Sveinn Aron Guðjohnsen verði á skotskónum.

Fjölnir – KA
Laugardagurinn 28. apríl – 15.00 – Egilshöll
Sérfræðingurinn 1-2
KA er með öflugt lið og vinnur Fjölni með naumindum, leikurinn er í Egilshöll sem gerir hann mjög óspennandi.
Auðunn Blöndal 1-2
Norðurlandið er alltaf sterkt, maður ber alltaf taugar þangað. KA nær að klára þetta.

Víkingur R – Fylkir
Laugardagurinn 28. apríl – 18.00 – Víkingsvöllur
Sérfræðingurinn 1-0
Allir spá Víkingi falli en Logi Ólafsson fellur aldrei með þetta lið, byrja á þremur stigum.
Auðunn Blöndal 1-1
Nú er maður fluttur í Fossvoginn, maður þarf því að hafa taugar til Víkings. Maður er reyndar farinn að hafa taugar til allra liða svona ef ég pæli í því, þetta endar með jafntefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum