fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Íþróttastarf er forvarnarstarf

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. apríl 2018 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Mar Jónsson ritar:
Íþróttafélag Reykjavíkur er eitt öflugasta íþróttafélag borgarinnar.  Félagið sem er orðið rúmlega aldar gamalt starfar í Breiðholti og hefur á að skipa um 2800 iðkendum og starfar í tíu deildum.  Undanfarið hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir á svæði félagsins í Mjóddinni og er það vonum seinna – vegna seinagangs borgaryfirvalda síðustu ár.  Félagið hefur þurft að starfa víðsvegar í borginni vegna aðstöðuleysis en framtíðaráform um uppbyggingu í Mjóddinni lofa góðu.
Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi íþróttastarfs í samfélagi nútímans.  Þar byggja iðkendur upp líkamsstyrk sinn og færni sem nýtist þeim oft á tíðum ævilangt bæði heilsufarslega og félagslega.  Það er ekki langt á milli íþróttastarfs í nútíma íþróttafélögum og mannræktarstarfsins sem ungmennafélögin voru stofnuð til fyrir yfir 100 árum.  Þá var hugsunin að nota þann aga og þrautseigju sem allir sem ná langt í íþróttum þurfa að búa yfir,  til að þjálfa félagslega færni einnig.  Kenna ungu fólki ræðumennsku og framsögn, funda- og félagsmálastarf, samskiptafærni og félagsþroska.   Íþróttafélögin í borginni þurfa að stíga betur inní þennan þátt í starfsemi sinni og verða bæði íþrótta- og mannræktarfélög.  Þau geta lyft Grettistaki í því að örva ungt fólk á félagssvæðum sínum til dáða og  þroska.  Þau geta með því móti unnið kraftmikið forvarnarstarf með ungu fólki –  haldið því frá fíkniefnum, hjálpað þeim við að stækka vinahóp sinn og aukið færni þeirra í mannlegum samskiptum.
Í þessum efnum gæti t.d. hið öfluga Íþróttafélag Reykjavíkur unnið eftirtektarvert tilraunastarf með ungu fólki í Breiðholti sem er af erlendu bergi brotið.  Mikið brottfall þessara einstaklinga úr framhaldsskólum er verulegt áhyggjuefni.  Líkur eru á að einstaklingar í þessum hópi einangrist meðal þeirra sem eru svipað staddir fái þau ekki tækifæri til að stíga út á nýjan vettvang. Það er þeim nauðsynlegt til að verða dugandi einstaklingar í íslensku samfélagi – sem þau flest óska heitt.
Ég legg til að Reykjavíkurborg fjármagni a.m.k. eina stöðu forvarnarfulltrúa hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur til tveggja ára, sem fengi það hlutverk að móta samstarf félagsþjónustunnar í hverfinu, grunnskólanna og FB og íþróttastarfsins,  með það að markmiði að kalla erlend ungmenni til þátttöku í félagsstarfinu sem fram fer á vegum ÍR.  Hafi einstaklingar ekki áhuga á umfangsmikinni íþróttaiðkun eiga íþróttafélögin að skapa önnur tækifæri og aðra möguleika til félagsstarfs í kringum félögin. Slíkt starf kemur að jafngóðu gagni við að byggja einstaklingana upp og skapa þeim ný og spennandi tækifæri til aðlögunar að samfélaginu.  Þetta yrði m.a. verkefni forvarnarfulltrúans.
Svona vill Framsóknarflokkurinn í borginni vinna.
Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður