fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Fyrrum fyrirliði Liverpool hraunar yfir Wenger og segir hann ekki vera nálægt Ferguson

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. apríl 2018 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness, fyrrum fyrirliði Liverpool og sparspekingur hjá Sky Sports er ekki hrifinn af því sem Arsene Wenger hefur gert hjá Arsenal, undanfarin ár.

Wenger tilkynnti það í vikunni að hann ætlaði sér að hætta með félagið í sumar þegar tímabilinu lýkur en hann hefur stýrt Arsenal frá árinu 1996.

Frakkinn hefur tvívegis unnið ensku úrvalsdeildina með Arsenal og þá hefur hann skilað sjö FA-bikurum í hús en Souness finnst það ekki nægilega góður árangur miðað við lengd í starfi.

Hann vill meina að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United hafi gert miklu betri hluti sem knattspyrnustjóri og er ekki hrifinn af stjóratíð Wenger.

„Margir vilja bera Wenger saman við Fergie en það ætti ekki að bera þá saman. Fergie bjó til betri lið og hann vann miklu fleiri titla,“ sagði Souness.

„Wenger var með nokkur frábær lið, það er rétt en Fergie bjó til fleiri frábær lið. Hann vann deildina þrettán sinnum, enska FA-bikarinn fimm sinnum, Deildarbikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina í tvígang.“

„Bob Paisley, stjórinn sem fékk mig til Liverpool vann deildina sex sinnum, Evrópukeppnina þrisvar sinnum og Deildarbikarinn þrisvar sinnum á þeim níu árum sem hann stýrði félaginu.“

„Wenger átti að vinna miklu meira,“ sagði Souness að lokum en samanburð á þeim Ferguson og Wenger má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota