fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Höfuðborgarlistinn með blaðamannafund á sunnudaginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. apríl 2018 00:59

Björg Kristín Sigþórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfuðborgarlistinn, sem býður fram til borgarstjórnarkosninga árið 2018, heldur blaðamannafund sunnudaginn 22. apríl á kosningaskrifstofu sinni að Laugavegi 176 (gamla sjónvarpshúsið) í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 15.

Listinn er þverpólitískur og samanstendur af fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Á fundinum munu frambjóðendur kynna helstu stefnumál sín og svara fyrirspurnum blaðamanna.

Stefnumál flokksins eru svohljóðandi samkvæmt fréttatilkynningu:

 

STEFNUMÁL:

Húsnæðisstefna

Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja 10.000 íbúðir á kjörtímabilinu í Grafarholti, Norðlingaholti, Geldinganesi og á Kjalarnesi. Um er að ræða einstaka húsnæðisstefnu sem  verður sérsniðin fyrir einstaklinga og ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð.


Umhverfisstefna

Höfuðborgarlistinn ætlar að hreinsa borgina og halda mengun ávallt undir viðmiðunarmörkum. Okkur er annt um að skolp renni ekki óhindrað meðfram ströndum höfuðborgarinnar og við munum fara í fyrirbyggjandi aðgerðir hvað þessi mál varðar. Vatnsverndarsvæði Reykjavíkur verða sett á sérstaka vakt til þess að tryggja að íbúar hafi alltaf aðgengi að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni. Lagning og efnisval við malbikun stofnbrauta verður skoðað sérstaklega. Unnið verður með helstu sérfræðingum landsins á sviði umhverfismála til varnar íbúum borgarinnar.

Samgöngumál

Höfuðborgarlistinn mun fjölga hringtengingum í stofnkerfinu, bæta við undirgöngum, kanna möguleika á gangnagerð og byggja mislæg gatnamót, til að létta á umferð um umferðarþyngstu götur og gatnamót borgarinnar. Sundabraut verður sett í algjöran forgang, auk þess sem tenging Skerjafjarðar, Kársness og Álftaness verður útbúin sem fyrst á kostnað Kópavogsbæjar og Garðabæjar.

Höfuðborg landsins
Höfuðborgarlistinn leggur áherslu á að Reykjavík sinni hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls – svo eftir verði tekið. Reykjavík mun á ný verða stolt allra landsmanna, hrein, fögur, umhverfisvæn og örugg. Við viljum hafa flugvöllinn í höfuðborg Íslands. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við aðrar höfuðborgir í Evrópu. Höfuðborgarlistinn ætlar að tryggja öllum borgarbúum sem og gestum jafnt aðgengi að verslun og þjónustu. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við aðrar höfuðborgir í Evrópu.

Skipulagsstefna
Skipulagsmál verða að vera íhaldssöm og unnin til lengri tíma í sátt við íbúa. Borgarbúar og fyrirtæki í borginni eiga rétt á að búa við stöðugt skipulag og öryggi, með framtíðina í huga.

 

Formaður Höfuðborgarlistans er Björg Kristín Sigþórsdóttir. Framkvæmdastjóri er Hrund Hauksdóttir. Netfang flokksins er www.kosningastjorn.h@gmail.com.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?