fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Jurgen Klopp gæti hætt að þjálfa eftir nokkur ár

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. apríl 2018 22:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool ætlar sér ekki að þjálfa lengi en hann greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Klopp stýrir Liverpool í dag og er með samning við enska félagið til ársins 2022 en hann veit ekki hvað hann ætlar að gera eftir það.

Klopp tók við liðinu árið 2015 af Brendan Rodgers og hefur verið mikill stígandi hjá liðinu undir stjórn Þjóðverjans en Liverpool er meðal annars komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

„Ég elska það sem ég geri en það getur tekið á. Þetta er vinna, líkt og allt annað í lífinu en stærsti munurinn á þessu og venjulegu starfi er sá að við erum mikið í sviðsljósinu,“ sagði Klopp.

„Nýt ég þess að vera í sviðsljósinu? Nei ég get ekki sagt það og í sannleika sagt þá yrði ég mjög glaður ef ég væri ekki í sviðsljósinu lengur. Það truflar mig ekki ef að fólk man ekki eftir mér í framtíðinni. Það væri í raun bara draumur fyrir mig.“

„Þetta er vel borgað sem gerir þetta bærilegra. Mér er illt í bakinu á morgnanna þegar að ég vakna og ég finn reglulega fyrir eymslum í hásli. Ég þarf ekki fótboltann til þess að vera ánægður með lífið. Ég elska fótbolta en hann er ekki nauðsynlegur hluti af lífi mínu.“

„Einn daginn kemur að því að ég muni kalla þetta gott en það verður alltaf maður sem getur komið inn og tekið við af mér og ég ætla mér ekki að þjálfa langt um aldur fram,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leita að manni til að fylla skarð Eze – Fær ekki að fara fyrr en hann kemur

Leita að manni til að fylla skarð Eze – Fær ekki að fara fyrr en hann kemur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tryggja sér norska ungstirnið á láni frá City

Tryggja sér norska ungstirnið á láni frá City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum
433Sport
Í gær

Sancho hafnar tilboði Roma – Sagður vilja fá væna summu frá United fyrir að fara

Sancho hafnar tilboði Roma – Sagður vilja fá væna summu frá United fyrir að fara
433Sport
Í gær

Cuti Romero óvænt að gera nýjan og stóran samning við Spurs

Cuti Romero óvænt að gera nýjan og stóran samning við Spurs