fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Trúnaðarmál hvað bakhjarlar KSÍ fá marga miða á HM

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. apríl 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Íslendingar hafa setið eftir með sárt ennið þegar þeir hafa reynt að verða sér úti um miða á leiki Íslands á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í sumar. Sérstaklega hefur fólki gengið erfiðlega að tryggja sér miða á leik Íslands og Argentínu sem verður fyrsti leikur liðsins á stærsta sviðinu, stuðningsmenn Íslands fá 8 prósent af þeim miðum sem eru í boði á leikinn. Það fá því aðeins rúmlega 3.600 íslenskir stuðningsmenn miða með þessum hætti á fyrsta leikinn, á vellinum verða þó talsvert fleiri Íslendingar. KSÍ fékk mikið magn af miðum en mikil leyndarhyggja ríkir yfir því hversu margir þeir miðar eru. Stjórnarfólk, starfsfólk, leikmenn og síðast en ekki síst styrktaraðilar KSÍ fá talsvert mikið magn af miðum.

Hafði ekki áhrif á fjölda miða til stuðningsmanna
Þrátt fyrir að KSÍ hafi fengið mikið magn af miðum til að deila út til þessara aðila hafði það ekki áhrif á fjölda miða sem fór til stuðningsmanna. „Miðasala til stuðningsmanna Íslands og þeir miðar sem KSÍ fær til úthlutunar frá FIFA tengjast ekki á neinn hátt, þ.e. KSÍ fær enga miða af þeim 8% sem eru til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ þegar við sendum henni fyrirspurn um málið. „Úthlutunin frá FIFA er í tvennu lagi, annars vegar miðar sem hvert sérsamband fær til afnota og hins vegar sölumiðar. Þó að KSÍ hefði ekki tekið neinn miða fyrir sambandið þá hefði það ekki fjölgað miðum í sölu til stuðningsmanna Íslands,“ sagði Klara enn fremur.

KSÍ neitar að gefa upp
Klara neitar að gefa upp hversu margir miðar fara til styrktaraðila KSÍ og hvað leikmenn liðsins fá marga miða á mann. KSÍ á sér marga stóra styrktaraðila og hafa heyrst sögur þess efnis að sumir af þeim fái um og yfir 100 miða á leiki Íslands á HM, um það vill KSÍ ekkert segja og á meðan verða það bara sögusagnir. Einnig hefur heyrst að leikmenn liðsins fái í kringum 8 miða á mann á hvern leik, það gera 184 miða á leik. Eins og með styrktaraðila KSÍ neitar Klara að svara því. „Fjöldi miða til bakhjarla og leikmanna er trúnaðarmál,“ sagði Klara en leikmenn íslenska liðsins áttu eins og aðrir auðveldara með að fá fleiri miða á leiki á Evrópumótinu í Frakklandi.

Starfsfólk fær 2 miða
Starfsfólk á skrifstofu KSÍ getur fengið miða á leiki Íslands fyrir sig og einn gest, stjórnarfólk KSÍ hefur hins vegar getað fengið 4 miða á leiki ef eftir því hefur verið sóst. „Starfsfólk KSÍ getur fengið 2 miða á mann á 1–2 leiki, fyrir sig og sinn gest,“ sagði Klara. Stuðningsmenn Íslands á fyrsta leiknum gegn Argentínu verða líklega fleiri en 5 þúsund, þrátt fyrir að almennir stuðningsmenn hafi aðeins getað sótt um rúmlega 3.600 miða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leita að manni til að fylla skarð Eze – Fær ekki að fara fyrr en hann kemur

Leita að manni til að fylla skarð Eze – Fær ekki að fara fyrr en hann kemur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rffillinn segir Ronaldo vera vælukjóa – Rifust í leik og Ronaldo fór að spyrja hann út í mánaðarlaunin

Rffillinn segir Ronaldo vera vælukjóa – Rifust í leik og Ronaldo fór að spyrja hann út í mánaðarlaunin
433Sport
Í gær

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma
433Sport
Í gær

Sancho hafnar tilboði Roma – Sagður vilja fá væna summu frá United fyrir að fara

Sancho hafnar tilboði Roma – Sagður vilja fá væna summu frá United fyrir að fara